Ungliðahreyfing SAMSTÖÐU

Samþykkt á stofnfundi ungliðahreyfingarinnar þann 26. apríl 2012.

1. gr.
Nafn hreyfingarinnar er Ungliðahreyfing Samstöðu. Lögheimili hennar er Kleppsmýrarvegur 8, 104 Reykjaví

2. gr.
Samstaða ungliðahreyfing er aðildarfélag sem vinnur að því að íslenskt samfélag byggi á grunngildum jafnaðar, samvinnu og sjálfbærni. Hlutverk hennar er að tryggja möguleika félagsmanna aðildarfélagsins til að móta stefnu flokksins og einnig til að berjast fyrir réttindum og skoðunum ungmenna.

3. gr.
Rétt til aðildar eiga þeir sem hafa gerst fullgildir félagar flokksins og eru á aldrinum 16-35. Fullgildir félagar eru þeir sem hafa staðfest skráningu sína í SAMSTÖÐU með greiðslu félagsgjalds.

4. gr.
Stjórn aðildarfélagsins skal skipuð 6 fulltrúum auk formanns. Skal hún kjörin á aðalfundi. Formaður er kosinn til eins árs, sá sem lendir í öðru sæti í kosningu til formanns hlýtur sjálfkrafa embætti varaformanns og situr jafnframt í stjórn. Kosið er til eins árs í senn.

Stjórn skiptir með sér verkum og kýs gjaldkera og ritara. Aðeins fullgildir félagar eru kjörgengir til stjórnar og kosningabærir á stofnfundi félagsins.

Stjórnarmenn skulu ekki sitja samfellt í stjórn lengur en 8 ár.

5. gr.
Ef stjórnarmaður segir sig úr stjórn eða gengur úr flokknum er næsti varamaður kallaður inn og stjórn skiptir aftur með sér verkum.

6. gr.
Stjórnin boðar til félagsfunda og skulu þeir boðaðir með tölvupósti eða öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja virka daga fyrirvara. Stjórn er skylt að boða til félagsfundar ef minnst 20 fullgildir félagsmenn senda um það skriflegt erindi til stjórnar og tilgreina ástæðu þess.

7. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. mars ár hvert og skal hann boðaður með viku fyrirvara. Boða má til aðalfundar rafrænt og óska eftir staðfestingu á móttöku. Fastir liðir aðalfundar skulu vera:

• Skýrsla stjórnar.
• Reikningar félagsins lagðir fram.
• Skýrslur nefnda, sem starfa á vegum félagsins, kynntar.
• Breytingar á samþykktum.
• Kosning stjórnar.
• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
• Kosning í nefndir.
• Önnur mál.

8. gr.
Rekstur félagsins skal vera fjárhagslega sjálfbær án sérstaks félagsgjalds.

9. gr.
Samþykktum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi enda sé rétt til hans boðað. Tillögum að breytingum skal getið í aðalfundarboði. Breytingartillögur þurfa að berast rafrænt þremur dögum fyrir aðalfund og verða birtar á heimasíðu SAMSTÖÐU áður en aðalfundur er settur.

10. gr.
Heimilt verður að breyta samþykktum þessum á félagsfundi verði það nauðsynlegt til að samræma þær samþykktum SAMSTÖÐU – flokks lýðræðis og velferðar.