Síðastliðið þriðjudagskvöld vakti SAMSTÖÐU-félagi athygli á því að SAMSTAÐA væri ekki með á lista yfir aðra stjórnmálaflokka í viðhorfs-könnun Capacent þó henni væri ætlað að mæla viðhorf fólks til stjórn- og þjóðmála. Á miðvikudaginn birtist þessi frétt um málið hér á heimasíðu SAMSTÖÐU. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki fjallað um þetta mál en það er ljóst að þessar fréttir hafa engu að síður vakið viðbrögð og mikið umtal úti í samfélaginu.

Samkvæmt heimildum SAMSTÖÐU hafa þessi vinnubrögð Capacent þó einkum vakið hneysklan og óróa meðal háskólasamfélagsins og pólitíkunnar þar sem hin augljósa spurning um það hvort mark sé takandi á niðurstöðum skoðanakannana fyrirtækisins er mönnum efst í huga. Í þessu sambandi er rétt að minna á afleiðingarnar sem mælingar Capacent hafa haft hingað til varðandi það sem snertir SAMSTÖÐU.

Athyglin sem fréttir af þessari framgöngu fyrirtækisins hefur vakið hefur komið vel fram á Fésbókarsíðu SAMSTÖÐU en þar var þessari stöðuuppfærslu Lilju Mósesdóttur póstað strax á þiðjudagskvöldinu og bætt við hana skjámynd, innan úr viðhorfskönnuninni, stöðuuppfærslunni til áréttingar.

Skjámynd af stöðuupfærslu Lilju Mósesdóttur varðandi spurningu Capacent um viðhorf fólks til stjónmálaflokka sem var póstað á síðu SAMSTÖÐU sl. þriðjudagskvöld.

Heimsóknir inn á Fésbókarsíður eru uppfærðar einu sinni á sólarhring en talan miðast þó við heimsóknir síðustu sjö daga. Frá landsfundi hefur þessi tala yfirleitt rokkað á bilinu 2.000 til 3.000 en frá og með fimmtudagskvöldinu var ljóst að eitthvað það hafði átt sér stað sem beindi umtalsverðri athygli að SAMSTÖÐU. Á fimmtudagskvöldinu var þessi tala komin upp í 5.600, á föstudaginn yfir 20.000, í gær var hún í kringum 31.000 og í dag er hún komin í rúm 39.000.

Skýringin fannst í gær. Innleggið sem skjámyndin hér að ofan sýnir fær stöðugar heimsóknir. Þegar þetta er skrifað eru þær komnar upp í 44.664 en voru í 43.952 þegar þessi skjámynd var tekin um áttaleytið í morgun.

Það er sennilega ekki algengt að innlit á einstök innlegg á íslenskar síður fari yfir tugi þúsunda. Að öllu jöfnu eru það einhver hundruð sem líta á hvert innlegg á Fésbókarsíðu SAMSTÖÐU.

Þessi athygli kemur kannski ekki á óvart þegar það er haft í huga að niðursöður úr könnunum Capacent, sem voru álitnar traustar um minnkandi fylgi SAMSTÖÐU, gerðu það ekki aðeins að verkum að aðrir stjórnmálaflokkar svo og flestir fjölmiðlar afskrifuðu SAMSTÖÐU heldur ákvað Lilja Mósesdóttir að bregðast við og axla ábyrggð á fylgistapi flokksins.

Þann 23. ágúst síðastliðinn sendi Lilja, sem þá var formaður SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar, frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnti að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti formanns á landsfundi flokksins sem þá var framundan. Ástæðurnar sem hún tilgreindi voru nokkrar en ein þeirra mikilvægustu var minnkandi fylgi.

Það er því ekki að undra að upplýsingar um það að Capacent hafi sleppt SAMSTÖÐU úr veki óróa og hneykslun. Það liggur í augum uppi að skaðinn sem fyrirtækið hefur valdið SAMSTÖÐU er óbætanlegur en framganga fyrirtækisins hefur líka sett óorð á skoðanakannanir almennt og valdið verulegri pólitískri óvissu þar sem það hefur kippt í burtu öllum áreiðanlegum forsendum til að meta SAMSTÖÐU út frá viðhorfskönnun fyrirtækisins. Könnun sem stjórnmálaflokkarnir hafa m.a. byggt á fram til þessa.

rakel@xc.is