Eins og fram hefur komið hér á síðunni hefur sérstök fjáröflunarnefnd á vegum SAMSTÖÐU tekið til starfa undir forystu Guðrúnar (Rúnu) Indriðaddóttur sem er gjaldkeri stjórnar flokksins. Stofnmeðlimir nefndarinnar ásamt Rúnu eru þau: Björg Sigurðardóttir, Eiríkur Ingi Garðarsson, Sigurdís Birna Pétursdóttir og Sigurður Árnason. Þau hafa unnið að því að undanförnu að selja jólakort og hafa Sigurður og Eiríkur einkanlega verið aktífir við það verkefni. Nú hefur bæst við umhverfisvænn gjafapappír sem er framleiddur hjá Guðjóni Ó.

Sex arkir eru í hverri rúllu en rúllan kostar 1.000,- kr.

Pappírinn er settur upp í rúllu sem inniheldur 6 arkir sem eru 50×70 sentímetrar. Örkin er þannig úr garði gerð að hún er jólapappír annars vegar og hefbundnari gjafapappír hinu megin. Rúllan með 6 örkum er seld á 1.000,- og rennur ágóðinn til SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar sem vantar fjármagn m.a. til að koma sér á framfæri við kjósendur með ferðalögum út í kjördæmin og prentun kynningarefnis.

Þess má geta að SAMSTAÐA nýtur hvorki ríkisframlaga eða annars afgerandi fjárhagsstuðnings. Margt smátt getur þó skipt sköpum fyrir nýtt framboð sem á erindi við kjósendur um allt land og ætlar sér þar af leiðandi að koma stefnumálum sínum og andlitum flokksins á framfæri jafnt við landsbyggðina sem og íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Þeir sem vilja styrkja SAMSTÖÐU með kaupum á jólakortum og/eða -pappír geta hringt í Sigurd Árnason í síma  616 14 34  eða Eirík Inga Garðarsson í síma  894 04 38. Þeir eru tilbúnir til að koma þessu til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er þó ekki útilokað að senda þetta til þeirra sem búa utan þess. Eins má leggja inn pöntun á tölvupóstfang flokksins: samstada@xc.is og ganga frá greiðslu með því að leggja inn á bankareikning SAMSTÖÐU.  Reikningsnúmerið er 1161 26 2012 en kennitalan er: 640112 0930.

Það má svo benda á að það er líka hægt að styrkja flokkinn með því að kaupa vörur með merki flokksins. Þetta eru bolir, pennar og lyklakippur. Andvirði bolanna rennur til aðildarfélags SAMSTÖÐU í Reykjavík sem hefur staðið fyrir reglulegu fundarhaldi í Reykjavík og opnum viðburðum þar sem félögum hefur verið boðið að koma saman til léttara hjals og skoðanaskipta. Andvirði pennanna og lyklakippanna fer hins vegar í að koma flokknum á framfæri við alla landsmenn.

Fjáröflunarnefnd SAMSTÖÐU býður þeim sem vilja styrkja SAMSTÖÐU upp á fjölbreytt vöruúrval

Myndin hér að ofan sýnir þá muni sem fjáröflunarnefnd SAMSTÖÐU býður þeim sem vilja styrkja SAMSTÖÐU til kaups. Þessar myndir er að finna hér á heimasíðunni ásamt fleiri myndum úr flokksstarfinu. Myndirnar eru undir valhnappnum FÓLKIÐ á valstikunni efst í þessum glugga. Það má lesa sér til um vörurnar á myndinni hér að ofan og kynna sér verð þeirra í viðkomandi myndaalbúmi. Þess má svo geta að á fundum SAMSTÖÐU svo og öðrum opnum viðburðum flokksins er hægt að nálgast þessar vörur.