Mynd af Lilju Mósesdóttur formanni SAMSTÖÐULilja Mósesdóttir formaður SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar skrifar góðan pistil á bloggsíðu sína í dag.

Þar segir m.a.:

Nú verða stjórnmálamenn að brúa hyldýpið sem myndast hefur milli þeirra sem tóku verðtryggð lán og hinna sem tóku ólögleg gengistryggð lán og náð hafa fram leiðréttingu í gegnum dómskerfið. Ríkisstjórn sem afneitar skuldavandanum og elur á fordómum okkar gagnvart skuldsettu fólki er ekki vandanum vaxin og á að víkja.  Samstaða mun ekki nást í samfélaginu nema stjórnvöld hætti að kynda undir ágreiningi og leiti sátta með almennri leiðréttingu lána og afnámi verðtryggingar. Almenn leiðrétting er forsenda þess að margir lántakendur geti ráðið við sveiflur í greiðslubyrði í norrænu fasteignakerfi með föstum vöxtum til ákveðins tíma. Ýmsar leiðir eru mögulegar til að ná fram leiðréttingu lána eins og peningamillifærsluleiðin (Steven Keen) eða með því að færa kostnaðinn í óverðtryggðan sjóð. Sjóðurinn yrði smám saman greiddur niður með skatti á hagnað fjármálafyrirtækja og auðlegðarskatti á þá sem fengu eigur sínar að fullu tryggðar eftir hrun.

Greinina í heild sinni má lesa með því að smella hér.